Varðveisla á frjósemi

Varðveisla frjósemi vegna meðferðar sem hefur áhrif á frjósemi.

Vissar læknismeðferðir geta leitt til skerðingar á sæðisframleiðslu eða skertri starfsemi í eggjastokkum og þar af leiðandi ófrjósemi eftir meðferð. Þess vegna getur verið þörf á að varðveita sæði, eggfrumur eða fósturvísa áður en slík meðferð er hafin.

Karlmenn sem gangast undir t.d. krabbameinsmeðferð geta orðið fyrir langvarandi eða varanlegum áhrifum á sæðisframleiðslu eða sáðlát. Í slíkum tilvikum getum við boðið frystingu sæðis. Síðar er hægt að nota það við smásjárfrjóvgun. Miðað er við að sjúklingur eigi að minnsta kosti 10 strá í frysti, svo algengt er að skila þurfi sýni oftar en einu sinni.

Konum í meðferð sem getur haft langtíma eða varanleg áhrif á frjósemi stendur til boða að frysta ófrjóvguð egg eða fósturvísa, sem síðar er hægt að nota til meðferðar. Reynt er að gera fleiri en eina eggheimtu ef mögulegt er. 


Aðrar ástæður fyrir varðveislu frjósemi.

Hægt er að frysta ófrjóvguð egg vegna félagslegra aðstæðna þar sem meðganga er ekki möguleg en ósk er um að  eignast barn í framtíðinni. Einnig er hægt að frysta egg vegna annarra læknisfræðilegra ástæðna sem hafa þau áhrif að fresta þurfi fæðingu um nokkur ár.


Sjúklingum sem vísað er til Livio vegna varðveislu á frjósemi fá viðtal hjá kvensjúkdómalækni sem veitir upplýsingar um hvernig ferlið fer fram og framtíðarmöguleika þeirra á að eignast barn.

Samkvæmt lögum má geyma ófrjóvguð egg og sæði í 50 ár og fósturvísa í 35 ár.